top of page

Harpa Rut
ÍAK einkaþjálfari

Ég er 31 árs jákvæð og lífsglöð stelpa. Ég er dóttir, systir, unnusta og stjúpmóðir. 

Ég vinn sem fangavörður en er einnig menntaður ÍAK einkaþjálfari. Þegar ég var unglingur og fram yfir tvítugt þá var ég í mikilli yfirþyngd og stundaði engar íþróttir.
 
Ég var virkilega feimin með líkamsástand mitt og óörugg um getu mína til að stunda íþróttir.
 
Árið 2010, þegar ég var búin að missa alla von um að komast í betra form, þá kynntist ég kraftlyftingum.
 
Hjólin fóru að snúast. Árangurinn lét ekki á sér standa og áhuginn fyrir heilbrigðu lífi varð alltaf meiri og meiri!  Ég hef tekið miklum breytingum, líkamlega og andlega, á síðustu árum og er enn að vinna í þvi að verða betri útgáfa að sjálfri mér.
 
Árið 2013 útskrifaðist ég sem ÍAK einkaþjálfari.
Það var risasigur fyrir mig!
 
Þó að tilgangur með náminu hafi verið sá að öðlast meiri þekkingu fyrir sjálfa mig þá færðist áhuginn yfir í að vilja miðla henni til fólks og sýna fólki að það geta allir snúið við blaðinu þó að vonin sé lítil, alveg eins og ég gerði.
 
Ég fékk hugmynd að litlu verkefni sem ég síðan setti í framkvæmd. Verkefnið fer fram á netinu og kallast það Markmiðs stuðningur. Viltu vita meira um það? Ýttu þá hérna!
 
Ég held einnig uppi síðunni Heilræði og Lífsstíll á facebook þar sem ég kem með góðar hugmyndir til að halda mér og öðrum við efnið. Þar legg ég áherslu á jákvæðnina, lífsgleðina og að líta björtum augum á þau verkefni sem við þurfum að takast á við. https://www.facebook.com/HeilraediOgLifsstill
 
Í dag er ég að aðstoða við þjálfun í KraftBrennzlunni á Selfossi.  Ásamt almennri þjálfun þá sé ég um skemmtilega laugardagstíma og tek að mér mælingar (ummál, fituprósentu og vigtun).
bottom of page