top of page

Upphafið

Þegar ég var að læra ÍAK einkaþjálfarann þá kviknaði þessi hugmynd hjá mér.

 

Mig langaði til að aðstoða og vera til staðar fyrir þá sem hafa misst alla von, sem hafa sig ekki í það að byrja og þá sem vantar stuðning við það að standa sig. Ég var á þessum stöðum. Ég var búin að missa alla von og kom mér ekki af stað. Ég hefði viljað vera í svona hóp þegar ég loksins kom mér síðan af stað.  Ég þekki það sjálf að byrja af fullum krafti og endast svo ekki einu sinni helminginn af tímanum.

 

Tilgangurinn með þessu verkefni er að koma þeim af stað sem vilja vinna að betri lífsstíl og vinna í markmiðum sínum, komast nær þeim. 

Hvað er Markmiðs stuðningur?

Markmiðs stuðningurinn virkar þannig að þú skráir þig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook og færð síðan verkefni og markmið fyrir hverja viku. Verkefni sem eru í raun markmið sem tengjast andlegu hliðinni, hreyfingu og mataræði.

 

Þetta er fjögurra vikna plan og þyngist með viku hverri.

Inn í þetta koma alls konar skemmtilegar og fróðlegar uppákomur eins og „æfing dagsins“.

Þetta eru ekki prógrömm heldur markmið sem allir geta unnið að. 


Hver og einn vinnur að markmiðunum sem ég set fyrir en einnig setja þau sem í hópnum eru sér sín eigin markmið sem þau halda út af fyrir sig en njóta jafnframt stuðnings frá öðrum í hópnum. Það er gott að geta varpað fram spurningum og fá stuðning frá öðrum sem eru í sömu sporum.

 

Við, ég og þeir sem í hópnum eru, setjum inn í hópinn allt það sem okkur vantar svör við eða það sem okkur finnst virka og viljum deila því með hópnum. Þetta er mjög fræðandi, áhugavert og mjög hvetjandi um leið.

 

Ég tek síðan stöðuna á hverjum og einum í lok hverrar viku.

 

Markmiðs stuðningur hentar öllum þeim sem vilja bæta lífsstílinn sinn.

Hvort sem það er með annarri þjálfun eða bara eitt og sér.

Þú getur verið hvar sem er í heiminum og tekið þátt vegna þess að þetta fer allt fram á internetinu.

 

Það skemmtilega við þetta er að eftir þessar fjórar vikur þá er hópurinn enn virkur og getur haldið áfram að styðja hvort annað og jafnvel tekið framhaldsnámskeið!

 

 

Söfnum saman í hóp!

Er vinnustaðurinn að reyna að bæta lífsstílinn?

Langar vinkonuhópnum að gera þetta saman?

 

Ég tek líka að mér lokaða hópa þar sem allir þekkjast innbyrgðis. Það er mjög hvetjandi fyrir alla og virkilega skemmtilegt!

Viltu vita meira?

Námskeiðið kostar 5.000 krónur og er í fjórar vikur.

 

Ertu með einhverjar fyrirspurnir í sambandi við námskeiðið?

Langar þig til að vera með?

 

Hafðu samband við mig í gegnum emailið harparutlifsstill@gmail.com

bottom of page