top of page

Hver er reynsla þeirra sem hafa

verið með í Markmiðs stuðningnum?:

Unnur Ýr Kristinsdóttir, 27 ára æskulýðsfulltrúi:

"Ég er þessi sem er alltaf að byrja og gefast upp. Mér fannst ég alltaf svo ein og vantaði stuðning, einhvern sem skilur það sem ég er að ganga í gegnum og er á sama stað og ég, að tileinka sér nýjan lífstíl. Ég er búin að prufa allskonar heilsutengt en alltaf hætti og gefst upp. Ég las umfjöllun í blaðinu um markmiðs stuðning og hugsað þarna er eitthvað sem ég ætla að prufa, þarna eru mögulega konur á sama stað og ég, þurfa stuðning! Ég skráði mig og sé ekki eftir því í dag, Harpa og þær sem voru með mér í hóp hafa hjálpað mér mjög mikið og fengið mig til að hugsa um hvað ég er að gera, afhverju og hvað það gefur mér. Ég er að læra að þykja vænt um sjálfan mig, ekki rakka sjálfa mig niður og halda áfram ekki gefast upp! Markmiðs stuðningur hefur hjálpað mér mikið og þetta er það sem ég er búin að bíða eftir! Stuðningur og hugafarsbreyting, nýr lífstíll."

 

Berglind Ósk Jóhannesdóttir, 34 ára þroskaþjálfi:

"Eftir margra ára baráttu við aukakílóin og endalausar vonleysislegar tilraunir til að bæta lífsstílinn fann ég loksins það sem hentaði mér. Fyrir ári síðan tókst mér að taka hressilega á matarræðinu. En ég var alltaf alveg að fara að bæta hreyfingunni inn í, ég ætlaði líka bara að hafa einn nammidag... svo teygðist á nammideginum, ég fer bara í göngutúr á morgun – æ ég er svo þreytt, ég byrja bara á mánudaginn! Þegar allt var að húrra í sama farið aftur sá ég auglýsingu frá Hörpu Rut um fjögurra vikna markmiðsstuðning. Loksins loksins! Við byrjuðum mjög smátt og það var svo góð tilfinning að geta bara auðveldlega sigrast á þeim markmiðum sem var byrjað með. Svo bætti hún alltaf smátt og smátt í og sigrarnir urðu fleiri. Nú er þessum vikum lokið og mér hefur sjaldan liðið jafn vel með sjálfa mig! Það er komin góð regla á matarræðið og ég hreyfi mig reglulega og hef gaman af því. Hópurinn heldur áfram og við deilum sigrum okkar og áhyggjum. Þar hef ég stuðninginn sem ég þarf til að halda áfram. Ég mæli svo sannarlega með þessu námskeiði fyrir alla þá sem eru í þessari leit eins og ég var – leitinni að bættari lífsstíl."

 

Blaka Hreggviðsdóttir, 29 ára viðskiptafræðinemi:

„Ég ákvað að skrá mig í Markmiðs stuðning hjá Hörpu Rut til að koma mér aðeins af stað í átt að betra mataræði. Ég er búin að vera að lyfta í rúmt ár en það vantaði samt eitthvað uppá mataræðið og að standa svo við þau markmið sem ég setti mér. Ég var örlítið stressuð til að byrja með en það hvarf nú fljótlega! Það kom mér svo skemmtilega á óvart hvað hún leggur mikið upp á andlegu hliðina og það skiptir greinilega meira máli en maður gerir sér grein fyrir.

Strax fyrstu vikuna fann ég mikinn mun á mér, bæði andlega og líkamlega, og var öll léttari á mér.

Einn af kostunum við að vera í svona verkefni með Hörpu Rut er sá að hún veit hvað við erum að ganga í gegnum, hún þekkir alla þessa litlu púka sem sitja stundum á öxlinni á manni og bíða eftir að maður misstígi sig.

Svo er hún líka hafsjór upplýsinga og einn mesti peppari sem ég veit um!“

 

Bryndís Erlingsdóttir, 29 ára hjúkrunarfræðingur:

"Ég er búin að vera í markmiðsstuðningi hjá henni Hörpu Rut núna í janúar 2015. Þetta er búið að reynast mér alveg frábærlega, þetta eru lítil einföld markmið að betri og breyttari lífsstíl til frambúðar. Við viljum oft gleypa öll markmið og byrja bara á að taka allt út og hætta öllu sem er óhollt en í flestum tilfellum mistekst okkur eftir einhvern tíma. Þetta er ákkúrat það sem ég hafði þörf fyrir, lítil og einföld markmið sem stigmagnast með hverri vikunni, en þó aldrei of flókið. Þetta er algjörlega rétt leið fyrir mig að betri lífsstíl. Ég mæli með þessu!"

 

Fríður Sæmundsdóttir, 34 ára þroskaþjálfi/sérkennari:

„Markmiðs stuðningur er að hjálpa mér mikið við að koma mér af stað í að breyta mínum lífsstíl. Ég læri að setja mér markmið og hún Harpa er snillingur í að hvetja mann áfram og koma með ábendingar um það sem betur má fara. Og þar sem hún hefur sjálf gengið í gegnum að breyta sínum lífsstíl finnst mér hún skilja mann enn betur. Svo er ómetanlegt að hafa hópinn til að spjalla og leita til því þar er fólk sem er í nákvæmlega sömu sporum og ég sjálf. Eftir aðeins tvær vikur hjá Hörpu hef ég afrekað að standa við markmið sem ég hef reynt að takast á við í mörg ár.“

 

Þórdís Gunnarsdóttir, 30 ára heimavinnandi húsmóðir:

"Stuðningur Hörpu hefur á ómetanlegan hátt hvatt mig til að halda áfram í áttina að markmiðum mínum og með þátttöku minni í þessari grúppu hef ég loks séð fyrir endann á óþolinmæðinni og uppgjöf og leit að ,,einhverju betra sem ætti að virka" og hef lært að móta minn lífstíl eins og ég vil lifa til frambúðar."

bottom of page