top of page

Verum jákvæð!

Öll höfum við hugsað eitthvað neikvætt um líkama okkar.

"Ég er allt of feit"

"Ég er ekki með nógu stóra "bicepa""

"Rassinn á mér er of flatur"

... en vissir þú að ef þú hugsar neikvætt um þig þá dregur þú niður í útgeislun þinni?

Æfðu þig í að auka útgeislunina, talaðu bara jákvætt til þín og vittu til að þér mun líða betur og þú munt líta betur út... ómeðvitað!

Hér eru nokkrir punktar til að koma okkur af stað í að þjálfa upp jákvæða líkamsmynd:

# Lærðu að meta allt það sem líkami þinn getur gert.

# Eigðu topp 10 lista yfir það hvað þér líkar við sjálfa/n þig... eitthvað sem tengist ekki líkamsþyngd eða hvernig þú lítur út.

# Minntu sjálfa/n þig reglulega á að „Sönn fegurð“ er ekki mælikvarði á útliti. Fegurð er það hvernig persóna þú ert en ekki ástand líkama þíns.

# Líttu á sjálfa/n þig sem heila persónu en ekki einblína á einhverja sérstaka líkamsparta.

# Vertu í kringum jákvætt og glatt fólk.

# Slökktu á öllum neikvæðu röddunum í höfðinu á þér sem segja að líkami þinn sé ekki fallegur eða að þú sért ekki góð persóna.

# Klæddu þig í föt sem eru þægileg og lætur þér líða vel.

# Gerðu eitthvað gott fyrir sjálfa/n þig. Eitthvað sem líkami þinn mun kunna að meta.

# Nýttu tímann sem fer í það að hafa áhyggjur af mat, hitaeiningum og kílótölum í að hreyfa þig, vera í kringum skemmtilegt fólk, brosa og lifa lífinu.

# Stattu fyrir framan spegil, horfðu í augun þín, brostu og segðu:

„Ég er yndisleg/ur eins og ég er!“


Nýjasti pistillinn
Nýlegir pistlar
Skjalasafn
bottom of page