top of page

Hættum að vera í átaki!

Ég er með mastergráðu í því að því að fara í átak eða prufa einhvern kúr. Á móti er ég líka með fimm háskólagráður í því að klúðra því!

Ég fæ grænar bólur þegar orðin "átak" og "kúr" eru notuð í þeirri meiningu að reyna að vinna í sjálfum sér. Að mínu mati eigum við ekki að tímasetja það að vera betri útgáfa af sjálfum sér með einhverjum takmörkunum eins og að vera á kúr.... já

eða vera í átaki!

Við erum bara að vinna í því að komast nær markmiðum okkar, Við erum að vinna í því að skapa okkur lífsstíl. Við erum jú að taka okkur á en setjum það ekki í einhvern ramma sem átak eða kúr gefur okkur. Við tökum einn dag í einu og reynum að gera okkar allra besta. Verum hamingjusöm með lífið og allt það góða sem við erum að gera. Sleppum öllum töfra og skyndilausnum.


Nýjasti pistillinn
Nýlegir pistlar
Skjalasafn
bottom of page