top of page

Í dag þurfti ég að minna mig á tilganginn!

Ég þurfti að stoppa sjálfa mig af eftir svekkelsi morgunsins... Ég náði ekki markmiðinu sem ég var búin að setja mér í Log Lift.

Hugsanir eins og "...þessi getur þetta afhverju ekki ég?", "...aumingi!" og "...ég má ekki láta sjást að ég geti ekki komið þessari þyngd upp!" Á þessum tímapunkti þurfti ég að minna mig á að ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig, fyrir heilsuna mína, fyrir andlegu hliðina mína. Ég er ekki að þessu fyrir alla hina. Ég er ekki að setja mér markmið fyrir þjálfarann minn eða frábæru æfingafélagana mína. Ég þurfti líka að minna mig á hversu langt ég er komin frá byrjunarpunkti. Ég þarf að muna afhverju ég byrjaði þetta ferðalag. Ég ætla að rústa markmiðunum mínum og setja mér ný! En ég ætla að gera það fyrir sjálfa mig og engan annan!


Nýjasti pistillinn
Nýlegir pistlar
Skjalasafn
bottom of page