top of page

Fordómum fylgir oft fáfræði.


Það að halda að einhver sé feitur af því að hann borðar alltaf óhollt og vilji ekki hreyfa sig er dæmi um fáfræði.

Þú getur verið of feitur vegna þess að þú ert haldin einhverjum sjúkdómi, verið með hormónaóreglu, verið andlega veikur, á lyfjum og svo margt fleira!

Það að halda að ég sé með fordóma vegna þess að ég finn til meðlíðunar með fólki í alltof mikilli yfirþyngd og lifir í vanlíðun vegna þess, það er særandi! Eiginlega jafn særandi og þegar ég varð fyrir fordómum í samfélaginu vegna þess að ég var of feit fyrir þau.

Það er fullt af fólki þarna úti sem lifir heilbrigðu og hamingjusömu lífi með sín fallegu aukakíló. En svo eru það við hin. Sem erum óhamingjusöm, upplifum vanlíðan, finnum fyrir fordómum og kannski það eina sem okkur vantar er manneskja sem veit hvernig það er að líða akkúrat svona. Að maður geti sótt styrk og von í þá manneskju. Að maður sjái ljósið og geti fundið styrk til að gera eitthvað magnað við líf sitt.

Munum að það er ekki samasemmerki á milli þess að vera feitur og óheilbrigður. Alveg eins og það er ekki samasemmerki á milli þess að vera grannur og heilbrigður.

Það þarf enginn að vera óhamingjusamur. Það ætti enginn að þurfa að líða fyrir fordóma annarra.

Munum að við erum öll með tilfinningar.

Verum góð við hvert annað burtséð frá stærð og vaxtarlagi.


Nýjasti pistillinn
Nýlegir pistlar
Skjalasafn
bottom of page