top of page

Tökum á því!

Langar þig að taka æfingu í kvöld eða á morgun en hefur mjög lítinn tíma?

Hér er dæmi um stutta en virkilega áhrifaríka æfingu. Hægt er að framkvæma hana á hlaupabretti, skíðavél, hjóli, sundi og á margan annan hátt.

Flott að taka svona æfingu á þeim dögum sem þú ert ekki að lyfta lóðum.

Hér kemur dæmi um hvernig hægt er að gera hana á bretti... en það er auðvelt að útfæra hana t.d. með að hjóla. HIIT snýst um að auka álag og minnka það aftur og endurtaka það ferli í x mínútur.

HIIT æfing (High Intensity Interval Training):

Hitaðu upp í 5mínútur - létt skokk. (T.d. með að stilla á 7)

A1: Sprettaðu síðan í 1mín. (T.d. með að stilla á 11)

A2: Létt skokk í 1mín. (T.d. með að stilla á 7)

Endurtaktu A1 og A2 6 sinnum.

Létt skokk í 5mín í lokinn.

Tekur ekki nema 22 mín í framkvæmd!

Ég lofa þér að þetta tekur vel í og svitinn mun renna af þér!

Svo er líka að gaman að segja frá því að HIIT æfingar auka grunnbrennsluna næstu 24 tímana á eftir... þannig að þú heldur áfram að brenna auka hitaeiningum! Ekki verra!

Gangi þér vel... og mundu að hafa gaman að æfingunni!


Nýjasti pistillinn
Nýlegir pistlar
Skjalasafn
bottom of page