top of page

D-vítamín!


Finnst þér erfitt að vakna á morgnana?

Ertu orkulaus?

Finnst þér andlega hliðin vera daprari á veturna en á sumrin?

Þá er mín spurning þessi:

Tekurðu D-vítamín?!

Ég sjálf tek alltaf D-vítamín og ég finn mun á andlegu hliðinni ef ég geri það ekki og ég finn mun hvort ég eigi erfitt með að vakna á morgnana eða ekki!

Við fáum D-vítamín frá sólinni en á veturna þá sjáum við ekki mikið af sól og þá þurfum við sérstaklega að passa vel upp á að verða ekki fyrir D-vítamín skorti. Einnig er hægt að fá vítamínið úr fæðu en það getur verið erfitt að uppfylla ráðlagðan dagskammt.

D-vítamín stuðlar fyrst og fremst að beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði. D-vítamínið er líka mikilvægt fyrir svo margt annað, ónæmiskerfið, hormónakerfið og vefi líkamans. Þess vegna er mikilvægt að passa upp á að fá þetta vítamín.

Við þurfum að passa að hreyfa okkur og borða hollt en megum heldur ekki gleyma mikilvægu vítamínunum okkar!


Nýjasti pistillinn
Nýlegir pistlar
Skjalasafn
bottom of page